Dagsljósaútreikningar
Í nútímasamfélagi og er gerð meiri krafa um orkusparnað og að fyrirtæki axli samfélagslega ábyrgð gagnvart umhverfismálum. Svansvottaðar byggingar hafa verið að aukast hér á landi og ennþá meira á hinum Norðurlöndunum.
Svanurinn er norrænt vottunarkerfi sem leggur áherslu á að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum bygginga og bæta auðlindanýtingu. Svansvottun bygginga gerir ríkar kröfur til orkunýtingar ásamt notkun öruggra og umhverfisvænna efna. Markmiðið er að auka gæði, draga úr rekstrarkostnaði, minnka kolefnisspor og byggja heilnæmar og öruggar byggingar.
Til að bygging geti fengið Svansvottun er gerð krafa um dagsljósaútreikningar. Einnig er að ráðlagt að gera slíkar útreikningar með tilkomu þéttingu byggðar. Það tryggir betri nýtingu á dagsljósi í íverurými og þar af leiðandi meiri orkusparnað. Náttúrulegt ljós gefur upplýsingar um tíma dags og árstíð og hefur áhrif á vellíðan, einbeitingu, afköst, skap, líkamsklukku, heilsu og fleira.
Frumafl býður uppá dagsljósaútreikningar eftir kröfum Svansins.
