Fyrirtækið
Frumafl hönnun og ráðgjöf er ráðgjafaþjónustu á sviði byggingahönnunar sem var stofnað í byrjun árs 2025.
Meginstarfsemi fyrirtækisins er almenn hönnun á byggingum, aðaluppdrættir, verkteikningar, varmataps- og dagsljósaútreikningar ásamt gerð skráningatöflu. Helstu verkefni fyrirtækisins eru teikningar af einbýlishúsum, parhúsum, raðhúsum, fjölbýlishúsum, sumarbústöðum sem og ýmissa annarra bygginga.

Áherslur og markmið
Áhersla er lögð á að veita faglega ráðgjöf og koma til móts við þarfir viðskiptavinarins ásamt því að skila vönduðum vinnubrögðum.
Markmið fyrirtækisins er að hafa gæði í fyrirrúmi ásamt því auka vægi vistvænnar hönnunar.
Menntun
- 2024 - Byggingastjóraréttindi I og III frá Iðan
- 2019 - Löggilding mannvirkjahönnuða frá Iðan
- 2015 - Byggingafræðingur frá EAL Odense
- 2013 - Byggingariðnfræði og húsasmíðameistari úr Háskólanum í Reykjavík
- 2008 - Sveinspróf úr húsasmíði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði
Hafa samband
Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið frumafl@outlook.com.